Kröfukaup

Með Kröfukaupum Greiðslumiðlunar býðst eigendum viðskiptakrafna að fá útgefnar kröfur greiddar út þegar þeim hentar og losna jafnframt undan áhættunni á því að krafan muni ekki greiðast vegna skorts á greiðslugetu skuldara.  Með því að nýta þessa þjónustu má jafnframt bæta lausafjárstöðu, lækka fjármagnskostnað og losna við þann kostnað sem fylgir utanumhaldi viðskiptakrafna.

Engar áhyggjur

Við eyðum óvissunni með því að kaupa kröfurnar strax við útgáfu eða þegar þér hentar. Þú færð kröfurnar greiddar út og veist upp á hár hvenær og hvernig ógreiddar kröfur skila sér.

Peningarnir strax

Með því að selja kröfurnar geturðu fengið þær greiddar þegar þér hentar og losnað við umstangið af innheimtu og utanumhaldi ógreiddra krafna.

Minni fjármagnskostnaður

Þú veist nákvæmlega hvað mikið er útistandandi á hverjum tíma og hvenær það verður greitt. Afföllin við kröfukaupin eru ákveðin fyrirfram og kostnaðurinn því ljós frá upphafi. Peningarnir skila sér á fyrirfram ákveðnum degi og með góðu skipulagi ætti að vera hægt að forðast eða draga úr fjármagnskostnaði s.s . af dráttarvöxtum, innheimtukostnað og yfirdrætti.

Minni áhætta

Við sölu viðskiptakrafna flyst áhættan af því að greiðandi kröfunnar verði gjaldþrota, eða geti ekki vegna fjárhagserfiðleika sinna ekki staðið í skilum, yfir á kaupanda kröfunnar.

Kaupum kröfur á öllum aldri

Greiðslumiðlun kaupir kröfur á öllum aldri, þ.e. allt frá útgáfudegi krafna og fram að fyrningu þeirra, allt eftir óskum kröfueiganda hverju sinni.  Kröfurnar eru keyptar með viðeigandi afföllum sem taka m.a. mið af aldri kröfunnar, tegund hennar og greiðslulíkum.  Kröfurnar eru greiddar út á fyrirfram umsömdum tímapunkti.

Regluleg sala viðskiptakrafna einfaldar jafnframt alla skipulagningu á lausafjárstöðu og lánsfjárþörf, þar sem seljendur vita eftir sölu krafnanna nákvæmlega hvenær þeir munu fá reikninga sína greidda og þurfa heldur ekki að taka á sig óvænt áföll vegna skorts á greiðslugetu greiðanda.

Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.

Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun