Nóri

Léttir verkin og sparar kostnað

NÓRI er vefskráningar- og greiðslukerfi fyrir íþróttafélög, námskeið, skóla, líkamsræktarstöðvar, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök ofl.
Nóri auðveldar utanumhald á uppsetningu námskeiða, skráningu þátttakenda, greiðslum, uppgjörum og býður að auki tengingar við ýmis kerfi sveitarfélaga og annarra.

Snjallsímaforrit "App" fyrir starfsmenn og einnig fyrir forráðamenn og iðkendur, með stundatöflu, mætingarskráningu, viðburðaskráningu. Tengiliðaupplýsingar og skilaboðaskjóða.

 

Sérstakt mótaskráningarkerfi fyrir skráningar á mót hvort sem er einstaklingsgreinar eða liðakeppni. Það er notað t.d. á landsmótum UMFÍ. 

Ný vefverslun fyrir sölu á styttri námskeiðum, miðasölu, viðburðar- og vörusölu.

Sparar kostnað

Þátttakendur eða félagsmenn skrá sjálfir allar upplýsingar á netinu og ganga frá greiðslum. Fyrir vikið þarf notandi kerfisins ekki að hafa starfsfólk til að annast skráningu eða taka við greiðslum.

Kerfið sparar þannig heilmikla vinnu en um leið fær viðskiptavinurinn enn betri þjónustu.

Léttir verkin

Nóra fylgir stjórnborð eða forrit sem sett er upp á tölvu seljanda námskeiðanna þar sem m.a. er unnið með nýstofnun og viðhald námskeiða, verð, tímabil, takmörkun á fjölda iðkenda og forráðamenn.

Allar aðgerðir eru einfaldar og viðhaldið er mjög auðvelt. Ítarleg handbók fylgir. Uppsetningarferillinn tekur stuttan tíma þannig að frá ákvörðun til gangsetningar þurfa ekki að líða nema 1-2 dagar.

Einfaldar greiðslur

NÓRI tekur við greiðslum viðskiptamanna, skrifar út kvittanir, færir í bókhaldskerfi og skilar ítarlegum skýrslum.

Bein tenging við Rafræna Reykjavík og annarra sveitarfélaga er í boði ásamt útskrám fyrir Felix félagakerfi ÍSÍ.

Í þínum litum

Við uppsetningu er útlit og ásýnd Nóra aðlagað að réttum litum seljanda auk þess sem merki seljanda er sýnilegt á síðum kerfisins.

Hvað segja notendur Nóra?

"Við hjá Ungmennafélaginu Fjölnir erum stolt og ánægð með að hafa verið brautryðjendur í uppbyggingu á Nóra og að hafa fengið að taka þátt í að þróa hann áfram.

Við erum búin að vera í þessari vegferð frá árinu 2011 þegar við fyrst allra félaga tökum upp kerfið.  Þetta hefur tekið tíma en er nú orðið mjög öflugt kerfi fyrir okkur og skiptir okkur miklu máli í rekstrinum."

Guðmundur L. Gunnarsson,
framkvæmdarstjóri Ungmennafélagsins Fjölnis.

Námskeiðfyrir notendur Nóra

Næstu námskeið

Það er ekki er búið að ljúka við dagskrá fyrir komandi tímabil. 

Vinsamlegast kíkið aftur síðar eða hafið samband í síma 527 5400 til að fá frekari upplýsingar.

Yfir 800 rekstraraðilar og  íþróttafélög nota Nóra

Kerfið heldur m.a. utan um námskeið sem í boði eru, tímabil, takmörkun á fjölda iðkenda og forráðamenn þar sem það á við.

Kerfið tekur við greiðslum viðskiptamanna, tengir færsluhirðingu á greiðslukortum, gefur út og sér um innheimtu greiðsluseðla, skrifar út kvittanir, færir í bókhaldskerfi og skilar ítarlegum skýrslum. Fjölmörg sveitarfélög nýta sér tengingar frá Nóra við frístunda- og hvatakerfi auk þess sem útskrár fyrir Felix félagakerfi ÍSÍ eru í boði.

Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.

Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun